Skilmálar

1

Hamrar, útilífsmiðstöð skáta Akureyri (430698-3469) annast rekstur tjaldsvæðisins að Hömrum fyrir Akureyrarbæ og ber ábyrgð á afhendingu þeirra þjónustu sem keypt er hér.

2

Með bókun staðfestir greiðandi að sá fjöldi sem bókað er fyrir sé réttur og aldur gesta í bókuninni sé réttur og samkæmt reglum tjaldsvæðisins. Athygli er vakin á því að tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni.

3

Gestur tjaldsvæðis þarf að vera með kvittun útprentaða eða vistaða í snjallsíma þegar hann er á svæðinu og geta birt tjaldstæðavörðum við eftirlit á svæðinu.

4

Greiðanda gefst kostur á að afbóka sig allt að 24 tímum fyrir bókaða dagsetningu og fá greidda upphæð að frádregnu 500 kr. skráningargjaldi endurgreitt.

5

Ef dvöl er stytt fæst 50% endurgreiðsla fyrir þær nætur sem ekki eru nýttar. Ef dvöl styttist eftir kl. 16:00, dregst ein nótt frá heildar endurgreiðslu.

6

Sé óskað eftir endurgreiðslu gistigjalda þarf að gera það með því að senda tölvupóst á netfangið refund@hamrar.is með upplýsingum um bókunina, bókunarnúmer og tíma brottfarar af svæðinu. Afhenda þarf tjaldvörðum þær kvittanir/límmiða sem gestur kann að hafa fengið til að sýna fram á dvalartíma sinn.

7

Gestir tjaldsvæðis geta komið sér fyrir eftir kl. 16:00 á svæðinu. Ef aðstæður leyfa geta tjaldverðir gefið heimild til að tjalda fyrir þann tíma.

8

Gestir tjaldsvæðis þurfa að vera búnir að yfirgefa tjaldsvæðið fyrir kl. 16:00. Ef aðstæður leyfa geta tjaldverðir gefið heimild til að seinka brottför.

9

Óheimilt er að framselja bókað stæði.

10

Gestum ber að fylgja reglum tjaldsvæðanna og frávik þar á geta leitt til brottrekstrar af svæðinu. Ekki er endurgreitt fyrir styddan dvalartíma ef brot á reglum svæðisins valda styttingu dvalartíma. Reglur tjaldsvæðisins hanga upp á tjaldsvæðinu og má finna á heimasíðu Hamra: https://hamrar.is/tjaldsvaedi/reglur

11

Hámarkslengd samfelldrar dvalar í stæði eru 14 nætur.

12

Verð á vörum og þjónustu eru birt með VSK.

13

Til að fylgja 19. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 85/2007 þurfum við að fá uppgefið þjóðerni gesta til þess að senda Hagstofu Íslands. Aðrar upplýsingar, nafn, símanúmer og netfang eru eingögnu nýtt til að halda utan um bókanir og greiðslur gesta og senda þeim upplýsingar varðandi dvölina. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

14

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands.

Fara á forsíðu