Bókaðu á netinu

Ertu á leiðinni til okkar? Þú getur bókað allt að 30 dögum fyrir komu.

Ekki er bókað í ákveðið stæði heldur aðeins inn á svæðið, gestir velja sér svo stað til að dvelja á við komu.

Athugið

Ákveðnar dagsetningar í sumar verður ekki hægt að bóka á netinu heldur aðeins bókanlegar á staðnum. Þessar dagsetningar eru þá gullitaðar á dagatalinu. Athugið að allur akstur um svæðið er aðeins fyrir tjaldgesti og ekki gert ráð fyrir akstri um svæðið á nóttunni milli 00-08 og á þeim tíma er innakstur um hliðin okkar lokaður. Gestir sem koma eftir miðnættið þurfa því að leggja utan við hliðið og bíða morguns til að keyra inn. Öll þjónustuhúsin eru opin 24/7, líka við bílastæðin.

Komudagur
20. júní (í dag)

Verðskrá

Fullorðin*
2.350 kr. / mann
Eldri borgarar (67+) og öryrkjar
1.950 kr. / mann
Börn (<18)
Frítt
Gistináttaskattur**
333 kr. / eining
Rafmagn
1.450 kr. / nótt
Svefnloft***
3.850 kr. / mann

* 2.050 kr. / nótt eftir fyrstu nótt ef keyptar eru margar í einu.

** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.

*** Verð gildir um alla fullorðna sem og börn.

Upplýsingar

Að Hömrum er eitt stærsta tjaldsvæði landsins sem skiptist upp í um 20 svæði sem hvert rúmar á bilinu 30-50 einingar.

Á öllum svæðum er aðgengi að rafmagni en þó ekki fyrir allar einingarnar, en í heildina eru um 250 rafmagnstenglar.

Á svæðinu eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og afþreyingar, á sumrin er opið í báta, hjólabíla og minigolf en allt árið eru leiktæki, fótboltaspil, 18 holu frisbígolfvöllur og margt fleira í boði. Góðar tengingar eru við gönguleiðir um Kjarnaskóg.

Fara á heimasíðu