Ertu á leiðinni til okkar? Þú getur bókað allt að 30 dögum fyrir komu.
Ekki er bókað í ákveðið stæði heldur aðeins inn á svæðið, gestir velja sér svo stað til að dvelja á við komu.
Vegna uppfærslu á sölukerfinu okkar er bókunarsíðan lokuð og verður það fram til 5. ágúst nk. Aðeins er því selt á staðnum inn á tjaldsvæðið á komandi dögum.
* 2.050 kr. / nótt eftir fyrstu nótt ef keyptar eru margar í einu.
** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.
* Verð gildir um alla fullorðna sem og börn.
** Frá 1. janúar 2024 er gistináttaskattur innheimtur samkvæmt lögum.
Að Hömrum er eitt stærsta tjaldsvæði landsins sem skiptist upp í um 20 svæði sem hvert rúmar á bilinu 30-50 einingar.
Á öllum svæðum er aðgengi að rafmagni en þó ekki fyrir allar einingarnar, en í heildina eru um 250 rafmagnstenglar.
Á svæðinu eru fjölbreytt tækifæri til útivistar og afþreyingar, á sumrin er opið í báta, hjólabíla og minigolf en allt árið eru leiktæki, fótboltaspil, 18 holu frisbígolfvöllur og margt fleira í boði. Góðar tengingar eru við gönguleiðir um Kjarnaskóg.